Ásýnd fyrir Menntaskólann á Ásbrú

Svalasti menntaskóli landsins?

Við elskum allskonar!
Nú fengum við það verkefni að búa til ásýnd fyrir Menntaskólann á Ásbrú, sem er ný námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð á vegum Keilis. Hugmyndin var að búa til útlit sem höfðaði til markhópsins, hefði skírskotun til tölvuleikjafyrirtækja og þekktra bandarískra háskóla en um leið þurftum við að halda tengingu við merki (e. logo) Keilis. Krefjandi en um leið gríðarlega spennandi áskorun sem tókst - jafnvel þó við segjum sjálf frá - bara svona líka aldeilis vel.

Jafnframt þurfti að búa til kynningarmyndband fyrir MÁ og af því tilefni fengum við að heimsækja mörg af helstu leikjafyrirtækjum landsins. Sem var vægast sagt ekkert leiðinlegt!

Það er skemmst frá því að segja að aðsóknin í MÁ hefur farið fram úr björtustu vonum en um leið má er óhætt að segja að gróskan í tölvuleikjagerð á Íslandi sé gríðarleg og framtíðin í þessum geira ansi björt.


Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.