UMFÍ

Tímamót hjá Ungmennafélaginu

UMFÍ stendur á tímamótum. Ungmennafélagið fagnar nefnilega 110 ára afmæli í ár og því tilvalið að hressa upp á afmælisbarnið. Við hjá H:N nutum þess heiðurs að fá að vinna með þeim að endurmörkun félagsins sem var einstaklega skemmtilegt. Hönnuðir okkar lögðu allt kapp á að laða fram rétta andann, ungmennafélagsandann. Við létum nettar hugmyndir UMFÍ, eins og "skemmtilegt", "lifandi" og "einfalt" leiða okkur áfram.

Hönnuðurinn, Helgi Pétur, útskýrir þetta kannski best á grafískri fagtungu: „Við vildum yngja brandið upp, einfalda lógóið, vera með nýja týpógrafíu og fríska upp á útlitið. Grunnformin notuðum við svo til að mynda táknið Ísland en við unnum einmitt mikið út frá þeim í allri mörkunarvinnunni auk þess sem litapallettan er innblásin af íslenska fánanum.“

Við erum öll hjartanlega sammála og alsæl með útkomuna og munum ekki klikka á að skála, í ávaxtasafa, fyrir þessu síunga 110 ára afmælisbarni sem sjaldan hefur litið betur út.

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.